Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Lög frjálsíţróttaráđs

1. grein

Frjálsíþróttaráð Héraðssambandsins Skarphéðins (Frjálsíþróttaráð HSK) er samtök aðildarfélaga HSK eða deilda þeirra sem hafa keppendur í frjálsíþróttum innan sinna raða. Ráðið starfar innan HSK og samkvæmt lögum ÍSÍ og FRÍ.

2. grein

Markmið Frjálsíþróttaráðs HSK er að vinna að vexti og viðgangi frjálsíþrótta á svæði HSK og vera samstarfsvettvangur aðildarfélaga HSK í frjálsíþróttum.

3. grein

Málefnum Frjálsíþróttaráðs HSK stjórna: 1) Aðalfundur. 2) Félagafundur. 3) Stjórn ráðsins. Reikningsár ráðsins er almanaksárið.

4. grein

Aðalfundi sitja fulltrúar þeirra félaga eða deilda innan HSK sem aðild eiga að ráðinu. Hvert félag eða deild ráðsins hefur rétt til að senda einn fulltrúa á aðalfundinn. Auk þess hafa félög eða deildir rétt á einum til viðbótar fyrir hverja 100 iðkendur sem þeir áttu samkvæmt starfsskýrslum eða brot úr þeirri tölu. Dæmi: 1-100 iðkendur = 2 fulltrúar, 101-200 iðkendur = 3 fulltrúar osfrv.

5. grein

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1.apríl ár hvert. Stjórn skal boða hann skriflega til aðildarfélaga ráðsins með minnst 7 daga fyrirvara.Aðalfundur er löglegur hafi löglega verið til hans boðað.

6. grein

Aðeins kjörnir fulltrúar félaganna hafa atkvæðisrétt á fundinum. Enginn getur farið með meira en eitt atkvæði á fundinum. Aðrir félagsmenn hafa rétt á fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt. Einnig er stjórn heimilt að bjóða mönnum fundarsetu, ef hún telur ástæðu til. Í upphafi aðalfundar skal kjósa kjörbréfanefnd sem yfirfer kjörbéf fulltrúa félaganna og gerir tillögu um afgreiðslu þeirra.

7. grein

Fráfarandi stjórn skal á aðalfundi gera grein fyrir störfum sínum á síðast liðnu ári og leggja fram endurskoðaða reikninga. Hún skal einnig gera tillögu að fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár og drög að starfsáætlun fyrir næsta ár.

8. grein

Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í öllum málum nema um tillögur að breytingum á lögum þessum, en þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

9. grein

Stjórn ráðsins skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár. Skulu þeir kosnir á aðalfundi þannig að annað árið eru kjörnir þrír en hitt árið tveir. Á aðalfundi er einnig kosinn skoðunarmaður reikninga og annar til vara.

10. grein

Strax að loknum aðalfundi ár hvert skal stjórnin koma saman og skipta með sér verkum. Skal hún m.a. velja sér formann, gjaldkera og ritara.

Stjórn frjálsíþróttaráðsins getur skipað í starfsnefndir og sett þeim erindisbréf, til að vinna að afmörkuðum verkefnum í starfsemi ráðsins. Slíkar nefndir heyra beint undir stjórn.

11. grein

Stjórn ráðsins skal boða til félagafundar ef henni þykir þess þörf. Stjórn er skylt að boða til félagafundar ef 1/4 hluti félaga eða deilda er standa að ráðinu krefjast þess. Einnig ef stjórnir ÍSÍ, FRÍ eða HSK óska þess.

12. grein

Til félagafundar er boðað með sama hætti og til aðalfundar. Fulltrúar á félagafundi eru þeir sömu og voru á næsta reglulega aðalfundi á undan og gilda sömu kjörbréf. Félög geta þó á félagafundi lagt fram nýtt kjörbréf og úrskurðar þá félagafundur um það. Gildir það þá fram að næsta aðalfundi.

13. grein

Félagafundur getur ekki gert breytingar á samþykktum þessum, ekki gert breytingar á stjórn og ekki lagt ráðið niður. Að öðru leiti gilda sömu reglur á félagafundi og á aðalfundi

14. grein

Tilllögu um að leggja Frjálsíþróttaráð HSK niður er aðeins hægt að taka fyrir á löglegum aðalfundi og þarf minnnst 2/3 hluta atkvæða til að teljast samþykkt. Sami fundur ákveður hvernig eignum  ráðsins verði ráðstafað. Þeim má þó aðeins verja til frjálsíþrótta á svæði HSK.


Samþykkt á aðalfundi 31. mars 2004.
Breyting á 4. grein samþykkt á aðalfundi 28. mars 2017

Tilbaka 

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is