Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Reglugerđ fyrir knattspyrnumót HSK

1. gr.

Eftirtaldar reglur gilda fyrir héraðsmót HSK í knattspyrnu.

2. gr.

Þátttökurétt eiga öll aðildarfélög H.S.K. sem tilkynna þátttöku innan tilgreinds tíma og greiða þátttökugjald til HSK.

3. gr.

Knattspyrnunefnd skal semja mótaáætlun og senda hana aðildarfélögum sem hér segir: Innanhússmót fyrir 1. janúar og utanhússmót fyrir 1. maí

4. gr.

Auglýsa skal mót með a.m.k. 4 vikna fyrirvara og þátttöku skal tilkynna eigi síðar en 2 vikum fyrir mót.

5. gr.

Heimilt er knattspyrnunefnd að fela einstökum félögum framkvæmd héraðsmótanna.

6. gr.

Í héraðsmótum sem leikin eru með hraðmótsformi skal knattspyrnunefnd styrkleikaraða liðum eftir árangri í sama héraðsmóti árið áður og draga í riðla samkvæmt því.

7. gr.

Keppnisfyrirkomulag héraðsmóta HSK skal vera eftirfarandi: Innanhússmót: Í öllum flokkum skulu héraðsmót leikin með hraðmótsformi og sér framkvæmdaaðili um dómgæslu. Mótin skulu fara fram árlega á tímabilinu 1. febrúar - 15. mars. Utanhússmót, 5. - 7. flokkur: Héraðsmót í 5., 6. og 7. flokki skulu leikin með hraðmótsformi, þvert á venjulegan leikvöll og sér framkvæmdaaðili um dómgæslu. Mótin skulu fara fram á tímabilinu 15. júní - 1. ágúst árlega. Utanhússmót, 4. flokkur og eldri: Í héraðsmótum meistaraflokks kvenna, meistaraflokks karla, 2. flokki, 3. flokki og 4. flokki skal leikin einföld umferð. Knattspyrnunefnd skal staðsetja og tímasetja alla leiki. Í 3. og 4. flokki sér heimalið um dómgæslu og línuvörslu, en í meistaraflokki karla, meistaraflokki kvenna og 2. flokki skal knattspyrnunefnd tilnefna hlutlausa dómara frá öðrum liðum. Heimalið er ábyrgt fyrir því að útvega línuverði og skal einnig annast boðun dómara með því að hafa samband við fulltrúa þess liðs sem sér um dómgæslu. Mótin skulu fara fram á tímabilinu 1. júní - 1. september árlega.

8. gr.

Leik skal ekki frestað nema af óviðráðanlegum orsökum og þá aðeins með samþykki framkvæmdastjóra H.S.K. eða formanns knattspyrnunefndar, og skal tilkynna frestunina eins fljótt og unnt er.

9. gr

Í öllum flokkum skulu dómarar hafa dómararéttindi, og er æskilegt að línuverðir hafi þau einnig. Í leikjum meistaraflokks karla, meistaraflokks kvenna og 2. flokki verða línuverðir að hafa dómararéttindi.

10. gr.

Leiksskýrsla skal fyllt út fyrir leiki nema þegar leikið er með hraðmótsformi, þá skal fylla út eina leikskýrslu fyrir allt mótið og halda námvæma skrá yfir úrslit leikja. Leikskýrsla og skrá um úrslit leikja skal send skrifstofu HSK fyrsta virka dag að leik/móti loknu. Heimalið eða framkvæmdaaðili móts er ábyrgur fyrir réttri útfyllingu leikskýrslu og henni sé skilað á tilsettum tíma.

11. gr.

Héraðsmót HSK í öllum flokkum skulu leikin samkvæmt leikreglum KSÍ, nema framkvæmdaaðila er heimilt að stytta leiktíma í hraðmótum.

12. gr.

Öll kærumál varðandi agabrot leikmanna skal senda til aganefndar H.S.K.

13. gr.

Með reglugerð þessari eru allar eldri reglur um knattspyrnumót H.S.K. úr gildi fallnar.

 

(Samþykkt á héraðsþingi á Þingborg 1996)

Tilbaka 

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is