Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

Reglugerð um Bændaglímu Suðurlands

1. gr.

Bændaglíma Suðurlands er glímukeppni, sem haldin skal minnst þriðja hvert ár á sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins í minningu Sigurðar Greipssonar, fyrrum glímukappa, bónda og skólastjóra í Haukadal í Biskupstungum.

2. gr.

Glímunefnd H.S.K. sér um undirbúning og framkvæmd keppninnar og velur þátttakendur af sambandssvæði H.S.K. Bændaglíman skal haldin með sérstökum hátíðarblæ í tengslum við héraðsþing HSK eða aðra viðburði í starfi HSK.

3. gr.

8 - 10 glímumenn skulu vera í hvorri þátttökusveit bændaglímunnar og skal að minnsta kosti önnur sveitin vera af sambandssvæði H.S.K. Ef sveit utan H.S.K. er fengin til bændaglímunnar, sér glímunefnd H.S.K. um að bjóða félagi eða héraðssambandi til þátttöku í keppninni.

4. gr.

Þátttökusveitir velja sér fyrirliða (heimabændur) og stjórna þeir hvor sínu liði í keppninni. Glímt skal í 2 mínútur í hverri viðureign. Heimabóndi gengur síðastur til leiks, þ.e.a.s. þegar allir liðsmenn hans eru fallnir.

5. gr.

Sigursveitin í glímunni fær til varðveislu í eitt ár veglegan farandbikar, (Sigurðarbikarinn). Allir keppendur í glímunni fá til minja um þátttökuna verðlaunapeninga, sigursveitin gull en hinir silfur. Um "Sigurðarbikarinn" skal keppt 20 sinnum, en að þeim tíma liðnum skal hann tekinn úr umferð og varðveittur í safni verðlaunagripa H.S.K. Annar verðlaunagripur kemur þá í umferð.

6. gr.

Reglugerð þessi tekur gildi eftir samþykkt héraðsþings H.S.K. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður samþykkt eða synju, sömuleiðis varðandi breytingar á reglugerðinni.

(Samþykkt á héraðsþingi að Laugalandi 1987. Breyting á 5. gr. á héraðsþingi í Félagslundi 1988 og breyting á 1., 2. og 5. gr. á hérðaðsþingi á Hellu 1995)

Tilbaka 

Viðburðir

  • 04.10.2023 Styrkir fyrir sjálfboðaliða, starfsfólk og þj..
  • 05.10.2023 Skráningar á blakmót HSK í vetur
  • 16.10.2023 Hægt að sækja um í Æskulýðssjóð
  • 20.10.2023 Sambandsþing UMFÍ
  • 01.11.2023 Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

19.08

Starfsíþróttir, héraðsmót

03.08

Blak, hraðmót kvenna 2023

25.06

Sund, héraðsmót 2023

19.05

Blak, héraðsmót drengja 2023

19.05

Blak, héraðsmót stúlkna 2023

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Héraðsmótið í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Héraðsleikar og aldursflokkamó..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is