Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

15. nóvember 2012

Bestu ţakkir fyrir sjálfbođaliđsvinnuna

Að baki er velheppnað 15. Unglingalandsmót UMFÍ. Héraðssambandið Skarphéðinn  í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg sá um framkvæmd mótsins.  Stjórn HSK  setti sér það markmið að gera mótið sem glæsilegast og að okkar mati tókst það með dyggilegri aðstoð ykkar sem störfuðu með okkur við undirbúning og framkvæmd mótsins. 

Gott og öflugt net sjálfboðaliða  er lykilforsenda fyrir velgengni  íþróttastarfs.

Íþróttahreyfingin er vettvangur öflugrar sjálfboðaþjónustu á mörgum sviðum. Sjálfboðaliðarnir gera íþróttafélögin að lifandi grasrótarhreyfingu sem er vettvangur tækifæra til að leggja sitt af mörkum í samfélagsþjónustu og fá um leið tækifæri til vaxtar og reynslu sem nýtist í viðfangsefnum daglegs lífs.

Störf sjálfboðaliðanna er nauðsynlegur þáttur í íþrótta- og æskulýðsstarfi, þau efla samstarf, umhyggju og kærleika og fela í sér margbreytta og lærdómsríka reynslu af félagsstörfum að ógleymdri ánægjunni að því að skapa verðmætt framlag til samfélagsins.

HSK óskaði eftir liðsinni sjálfboðaliða  við undirbúning og framkvæmd mótsins og svöruðu fjölmargir kallinu og mættu til starfa  með okkur og lögðu á sig mikla og óeigingjarna vinnu til þess að mótið mætti heppnast sem best.

Alls greiddu 1952 þátttakendur þátttökugjald og reikna má með að um 15.000 gestir hafi sótt mótið. Tekjur vegna mótsins voru 20,8 m.kr. og kostnaður um 12,7 m.kr. og hagnaður því um 8 miljónir króna. Samkvæmt ákvörðun héraðsþings skiptist hagnaðurinn á eftirfarandi hátt:

20% fóru til HSK, 10% fóru í Verkefnasjóð HSK og 70% til aðildarfélaga í réttu hlutfalli við vinnustundir. Veitingasalan skilaði um 1,8 m.kr. hagnaði og því runnu um 9,9 m.kr. til íþróttahreyfingarinnar.

Sjálfboðaliðar unnu 7241 klukkustund við mótshaldið, og 855 stundir við veitingasölu og skiluðu þannig samtals 8096 stundum í vinnu fyrir félögin sín. Auk þessa skiluðu starfsmenn sveitarfélagsins mjög góðu starfi.

Fyrir hönd stjórnar HSK og framkvæmdanefndarinnar færum við öllum sem lögðu lóð á vogarskálarnar og gerðu okkur kleyft að halda 15. Unglingalandsmót UMFÍ með miklum myndarbrag, bestu þakkir fyrir kröftugt og öflugt framlag við undirbúning og framkvæmd mótsins og væntum góðs samstarfs við ykkur við skipulagningu og framkæmd 27. Landsmóts UMFÍ á Selfossi 2013. Sérstakar þakkir fá sjálboðliðar, samstarfsaðilar, Sveitarfélagið Árborg og starfsmenn þess fyrir frábæra samvinnu og aðstoð. Íbúum Selfoss færum við góðar þakkir fyrir veitta aðstoð og hjálp. Gestum  mótsins þökkum við þátttökuna og þá sérstaklega okkar frábæru unglingum sem voru svo sannarlega sigurvegarar mótsins.                                     

Guðríður Aadnegard, formaður HSK og

Þórir Haraldsson formaður framkvæmdanefndar ULM.

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is