Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

 

28. maí 2015

Námsferð HSK félaga til Danmerkur á vegum UMFÍ

Það var í byrjun maí 2015 að undirrituð lögðu upp í velheppnaða námsferð til Damerkur með félögum úr íþróttahreyfingunni. Í Danmörku tóku á móti okkur félagar úr DGI, systursamtökum Ungmennafélags Íslands. Seint eða aldrei gleymist þessi ferð og móttökurnar sem við fengum. Þar leiddi okkur og stjórnaði styrkri hendi Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ og hafi hún bestu þakkir fyrir.
 
Í lögum UMFÍ segir í 10. grein „Sambandsráð UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ á milli sambandsþinga. Sambandsráð er skipað formönnum sambandsaðila UMFÍ eða varamönnum þeirra, ásamt stjórn UMFÍ eða varamönnum hennar“.
 
Sambandsþing UMFÍ er haldið annað hvert ár, en árlega hefur UMFÍ boðað til vorfundar sambandsaðila. Þá fundi sækja formenn eða staðgenglar þeirra ásamt framkvæmdastjórum eða starfsmönnum sambandsaðila. Nú í ár var bryddað upp á þeirri nýbreytni að halda í námsferð til Danmerkur og heimsækja DGI og kom ferðin í staðinn fyrir hefðbundinn vorfund. Ungmennafélag Íslands er í samskiptum og samstarfi við ýmis samtök og aðila víðs vegar um heiminn og m.a. við  Danmarks Gymnastik- og Idrætsforeninger, DGI. Samtökin eru eins konar systursamtök UMFÍ og hefur gott samstarf verið milli þessara tveggja samtaka um langt árabil. Einnig heimsóttum við ISCA, International Sport and Culture Association sem UMFÍ er aðili að. ISCA eru samtök um almenningsíþróttir og menningu hinna ýmsu landa í heiminum.
 
Markmið námsferðarinnar var að:
 
- heimsækja DGI og kynnast verkefnum þeirra sem miða að því að efla samfélag til þátttöku og fræðast um hlutverk sjálfboðaliða í starfi þeirra,
 
- fræðast um útgáfu, miðlun og framkvæmd stærri viðburða hjá DGI,
 
- skapa umræðu um samvinnu sambandsaðila við sveitarfélögin, sjálfboðaliðastarfið og forvarnarskilyrði skipulagðs starfs fyrir ungt fólk,
 
- skapa umræðu um hvernig virkja megi ofangreina þætti til að efla enn frekar okkar starf og fræðast um leiðir sem DGI hefur nýtt sér í samstarfi við sveitarfélög og önnur æskulýðsfélög.
 
Í ferðina héldu fjörtíu og þrír forystumenn úr íþróttahreyfingunni víðsvegar af landinu, samheldinn og skemmtilegur hópur. Frá HSK fóru undirrituð, Guðríður, formaður HSK og Örn, varaformaður HSK og stjórnarmaður UMFÍ, ásamt Engilbert, framkvæmdastjóra HSK og Guðmundi gjaldkera HSK.
 
Ferðin hófst á Keflavíkurflugvelli eldsnemma fimmtudagsmorguninn 7. maí. Flogið var til Kaupmannahafnar, en þegar þangað var komið beið eftir okkur rúta sem flutti okkur í höfuðstöðvar DGI í Vingsted á Jótlandi. Þar hittum formann DGI, Sören Miller og snæddum kvöldverð með honum og stjórnarmönnum í DGI.
 
Eftir kvöldverð hófst fyrsti fyrirlesturinn en það var kynning á starfsemi DGI og sá Steen Tinning framkvæmdastjóri landsskrifstofu DGI um hana en hann var jafnframt tengiliður okkar við DGI.
 
Föstudaginn 8. maí hófst dagskrá okkar kl. 8 að dönskum tíma og í kjölfarið fengum við þrjá skemmtilega fyrirlestra. Á þeim fyrsta fengum við kynningu á helstu verkefnum DGI og sá Troels Rasmussen, framkvæmdastjóri DGI Lab, um þann þátt og var það afar áhugavert efni sem hann flutti. Síðan var komið að því að kynna fyrir okkur hvernig DGI stendur að landsmótum sínum og var fjallað sérstaklega um landsmótin 2013 og 2017, afar skemmtilegt á að hlýða Sören Brixen, framkvæmdastjóra DGI segja okkur frá þeim. Í síðasta fyrirlestrinum fjallaði Birgit Gjøl Nielsen, framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og samskipta, um útgáfu og miðlun skipulagðs starfs DGI. Sagði hún m.a. frá „Skinfaxa“ þeirra Dana þ.e tímaritinu Udspil en það kemur út níu sinnum á ári og er dreift í 60.000 eintökum.
 
Haldið var til Kaupmannahafnar um hádegisbil þann 8. maí. Sama dag heimsóttum við síðan skrifstofu ISCA (International Sports and Culture Association) í Kaupmannahöfn og þar fór Morgens Kyrkeby, formaður ISCA yfir starfsemina með okkur.
 
Laugardagurinn hófst snemma morguns. Eftir morgunverð biðu hjólafákar eftir okkur fyrir utan hótelið og nú var lagt af stað í langa hjólaferð og má láta nærri við við höfum lagt að baki 30–35 km. Dagurinn fór í að skoða og fá kynningu á jaðaríþróttum fyrir jaðarhópa. Fyrsti viðkomustaður var á Amager strand í „Den Bla Foreningsby“. Þar gafst okkur kostur á að fara og leika okkur á kajökum og þáðu margir það boð. Þeim sem ekki þótti fýsilegt að fara í hafið fengu að spreyta sig í náttúrulífs-útileik. Þar var skipt í stelpu- og strákalið og að sjálfsögðu unnu stelpurnar 3–2. Leikurinn fól í sér fræðslu um sjávardýrin. Af ströndinni var síðan hjólað og hjólað og næsti áfangastaður var ekki síður skemmtilegur en sá fyrri, Plug N Play, Dirt Jump, Örestad Syd. Þarna fengum við kynningu á þeirri aðstöðu sem staðurinn bauð upp á. Svæðið var hannað með Parkour, línuskauta og hjólaleikni í huga. Okkur gafst kostur á að reyna okkur á hjólum og voru margir afar leiknir á hjólunum, aðrir minna leiknir eins og gengur og gerist. Á síðasta staðnum fengum við fyrirlestur um það sem er í boði fyrir þá sem sækja minna í hefðbundið íþróttastarf en DGI vill gjarnan ná til þeirra eins og kostur er. Starfsemin er ætluð þeim sem eiga erfitt félagslega af ýmsum ástæðum. Markmiðið með starfseminni er m.a.  að efla sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd einstaklinganna, styðja þá í leit að uppbyggilegum lausnum, styrkja hópkennd og jákvæð samskipti. Ennfremur er unnið að því að auka hæfni þeirra í félagslegum samskiptumog draga úr félagslegri einangrun. Þessi starfsemi minnir um margt á starf hér heima t.d. Mótorsmiðjan og sú starfsemi sem fram fer á vegum Reykjavíkurborgar í Breiðholti.
 
Á laugardagskvöldið var okkur síðan boðið í mat í DGI-byen í Kaupmannahöfn og þar tók á móti okkur Steen Tinning. Á sunnudagsmorgunn var hópnum síðan skipt niður í 5–6 manna hópa þar sem við áttum að ræða það sem fyrir augu og eyru hafði borið í ferðinni.
 
Við HSK-félagar erum sammála um að ferð sem þessi sé afar gagnleg. Það sem stóð upp úr var hve miklum fjármunum danska ríkið ver til íþróttamála og einnig hve háum fjárhæðum lottó skilar þeim. Okkur var tjáð að formaður DGI sem og allir aðrir í stjórninni fá laun fyrir stjórnarsetu sína. Afar  áhugavert var að skoða svæðin fyrir jaðaríþróttir og þarft fyrir okkur í íþróttahreyfingunni að velta því upp hvernig við getum betur mætt þörfum jaðarhópa og þeirra sem eiga undir högg að sækja t.d. heilsunnar vegna en þar standa Danir okkur miklu framar. Einnig var fróðlegt fyrir okkur sem erum nýbúin að halda landsmót að heyra hvernig Danir fara að í sínu mótahaldi en fram koma að keppendur greiða þátttökugjald sem er nokkuð hátt, spurning hvernig okkar þátttakendur tækju í slíkt. Hvað undirbúning mótsins varðar vinna þeir á mjög svipaðan hátt og við gerðum og var gaman að sjá hve líkur strúktúrinn er.
 
Heim héldum við á sunnudegi glöð og sæl í sinni og með margt í farteskinu sem gaman verður að vinna úr kynna félögum okkar í HSK.
 
 
 
Guðríður Aadnegard og Örn Guðnason.

Viðburðir

  • 15.07.2025 Héraðsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum
  • 15.07.2025 Héraðsmót HSK í frjálsum íþróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

15.05

Sund, héraðsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, héraðsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, héraðsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Héraðsmótið í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, héraðsmót fatlaðra

15.07

Frjálsar, héraðsmót

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is