Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

 

6. nóvember 2019

Níu lið mættu á hraðmót kvenna í blaki

Hraðmót HSK í blaki kvenna fór fram miðvikudaginn 30. október á Laugarvatni. 9 lið voru skráð til leiks frá fjórum félögum innan HSK, Dímon/Hekla með þrjú lið, Hamar með tvö lið, UMFL með tvö lið og Hrunakonur tvö. Aldursbilið var þó nokkuð á yngsta og elsta þátttakanda, líklega hátt í 40 ár og gaman að sjá að töluvert er af nýliðum hjá öllum liðum.

Keppt var í tveimur riðlum þar sem allir spiluðu við alla og svo endað á að spila einföld úrslit milli riðla. Þátttakendur hjálpuðust að við ritarastörf og dómgæslu og gekk mótið smurt fyrir sig. Þó nokkuð var um jafna leiki og þurfti stigahlutfall að skera úr um einhver sæti innan riðlanna. Úrslitaleikirnir um sætaröðun í mótinu voru skemmtilegir og hart barist. Leikurinn um 1. sætið var mjög skemmtilegur áhorfs og spennandi. Hamar Skutlur og Dímon/Hekla Yngri börðust um titilinn og fór svo að Hamar Skutlur höfðu sigur, 21-20 og 21-17.

Heildarúrslit 2019:

1. Hamar Skutlur

2. Dímon/Hekla Yngri

3. Dímon/Hekla Ungar

4. Hrunakonur 1

5. Hrunakonur A

6. UMFL 1

7. Dímon/Hekla Yngstar

8. Hamar Skvísur

9. UMFL 2

Mynd: Dímon/Hekla sendi þrjú lið til leiks

Deila

Tilbaka

Viðburðir

  • 15.07.2025 Héraðsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum
  • 15.07.2025 Héraðsmót HSK í frjálsum íþróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

15.05

Sund, héraðsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, héraðsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, héraðsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Héraðsmótið í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, héraðsmót fatlaðra

15.07

Frjálsar, héraðsmót

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is