Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

26. júní 2020

70 keppendur í Bláskógaskokki

Hið árlega Bláskógaskokk HSK var haldið 13. júní og tóku 70 hlauparar þátt í hlaupinu. Líkt og í fyrra sá tímataka.is um tímatökuna og nú með nýrri tækni þar sem svokölluð flaga var í keppnisnúmerinu. Það reyndist vel, nema þeim sem fór úr jakkanum með númerinu í miðju hlaupi! Keppendur gátu valið um tvær vegalengdir, 10 eða 5 mílur. Lengri vegalengdin var frá Gjábakka að Laugarvatni og sú styttri frá Laugardalsvöllum að Laugarvatni. Fyrstu keppendur í karla- og kvennaflokki fengu sérverðlaun sem voru í boði Hótel Arkar í Hveragerði.

Níu HSK met voru sett í hlaupinu. Guðný Hrund Rúnarsdóttir bætti HSK metið í kvennaflokki í 5 mílum og í flokki 40-44 ára. Sigursveinn Sigurðsson sem kom fyrstur í mark í 5 mílum setti HSK met í karlaflokki og í flokki 40-44 ára. Renuka Chareyre Perera setti HSK met í flokki 45-49 ára og Eydís Katla Guðmundsdóttir var með met í 55-59 ára flokki.

Þrjú HSK met voru sett í 10 mílna hlaupinu. Hjónin Sigmundur Stefánsson og Ingileif Auðunsdóttir settu met í 65-69 ára flokki og Björn Magnússon setti met í 70-74 ára flokki.

Að loknu hlaupi bauð sundlaugin á Laugarvatni öllum í sund og MS gaf drykki.

HSK þakkar samstarfsaðilum, styrktaraðilum og sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag.

Heildarúrslit má sjá á www.hlaup.is

 

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is