Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

 

8. maí 2023

Olga endurkjörin í stjórn ÍSÍ

76. Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, setti þingið um kaffileytið á föstudag og kom víða við í sínu ávarpi. Hann þakkaði stuðning stjórnvalda við íþróttahreyfinguna á tímum kórónuveirufaraldursins og ræddi einnig þörf fyrir aukið fjármagn í íþróttahreyfinguna og nauðsyn þess að hvetja stjórnvöld áfram til að halda áætlanir um þjóðarhöll og aðrar slíkar framkvæmdir. Lárus stiklaði á stóru varðandi helstu málefni er brenna á íþróttahreyfingunni, svo sem stöðu sjálfboðaliða, umhverfi afreksíþróttafólks, lýðheilsu, aukinn ferðakostnað og ólöglegar veðmálasíður, svo eitthvað sé nefnt.  Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, flutti skýrslu stjórnar og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ kynnti reikninga.

HSK átti rétt á að senda sjö fulltrúa á þingið og mætti með fullmannað lið báða dagana. Þingfulltrúar HSK voru þau Guðríður Aadnegard formaður HSK, Helgi S. Haraldsson varaformaður HSK, Guðmundur Jónasson gjaldkeri HSK, Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK, Gestur Einarsson varastjórn HSK, Lárus Ingi F Bjarnason varastjórn HSK, Guðjóna Björk Sigurðardóttir gjaldkeri Hamars og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.

Fjölmargar tillögur voru lagðar fram á þinginu, sem ræddar voru í nefndum þingsins á föstudagskvöldinu. Meðal tillagna sem samþykktar voru á þinginu á laugardag var tillaga um skipulag íþróttahéraða og tillaga um breytingar á skiptingu tekna frá Íslenskri getspá. Þá voru gerðar breytingar á lögum ÍSÍ. Þar sem m.a. var samþykkt að fækka þingfulltrúum talsvert. Það hefur að óbreyttu þau áhrif að fulltrúum HSK mun fækka úr sjö í fimm.

Fjölmargir einstaklingar voru heiðraðir á þinginu og þeirra á meðal Sunnlendingurinn Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, sem setið hefur í framkvæmdastjórn frá 2002 og sem gjaldkeri frá 2004. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var í lok þings sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ.

Á þinginu var kosið um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Selfyssingurinn Olga Bjarnadóttir hlaut glæsilega endurkosningu, en hún fékk flest atkvæði þeirra sem buðu sig fram og hlaut 194 atkvæði. Aðrir sem hlutu kosningu voru Daníel Jakobsson, Elsa Nielsen, Hafsteinn Pálsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Fyrir sitja í framkvæmdastjórn ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ, Garðar Svansson, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, Hörður Þorsteinsson, Úlfur Helgi Hróbjartsson, Viðar Garðarsson og Valdimar Leó Friðriksson.

Öll þinggögn má sjá á www.isi.is.

 

Mynd: Þingfulltrúar HSK ásamt Olgu Bjarnadóttur. Á myndina vantar Helga S. Haraldsson sem var fulltrúi HSK á fyrri þingdegi.

 

Deila

Tilbaka

Viðburðir

  • 13.06.2023 Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK
  • 18.06.2023 Bláskógaskokk HSK
  • 23.06.2023 Landsmót UMFÍ 50 Plúss
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

03.08

Blak, hraðmót kvenna 2023

19.05

Blak, héraðsmót drengja 2023

19.05

Blak, héraðsmót stúlkna 2023

01.05

Bridds, tvímenningur

26.04

Sund, aldursflokkam. 2023

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Héraðsleikar og aldursflokkamó..

Héraðsmót fatlaðra í golfi

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

13.06

Frjálsar, héraðsleikar og aldu..

18.06

Bláskógaskokk HSK

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is