Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

26. júní 2025

125 keppendur mćttu á HSK mótin 14 ára og yngri í frjálsum

Héraðsleikar 10 ára og yngri og Aldursflokkamót HSK 11-14 ára fóru fram dagana 24. -25. júní síðastliðinn á Selfossvelli. Á Héraðsleikana mættu 75 keppendur til leiks frá sex félögum og voru margir að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum. Allir þátttakendur fengu verðlaunapening að móti loknu og var leikgleðin í fyrirrúmi þrátt fyrir rigninguna.

50 keppendur mættu til leiks á aldursflokkamótið frá átta félögum  og var mikið um bætingar á mótinu. Keppt var um verðlaun fyrir stigahæsta félag á mótinu auk verðlauna fyrir stigahæstu félögin samkvæmt aldursflokkum. Stigahæsta lið 11 ára var Umf. Þjótandi með 70 stig, í flokki 12 ára sigraði Íþrf. Dímon með 121 stig, 13 ára flokkinn sigraði Umf. Selfoss með 91 stig sem er aðeins einu stigi betur en Íþfr. Dímon og 14 ára flokkinn sigraði Umf. Selfoss örugglega með 173 stig. Heildarstigakeppnin fór þannig að  Umf. Þjótandi var í þriðja sæti með 145 stig, Íþrf. Dímon var í öðru sæti með 247 stig og Umf. Selfoss sigraði með 377 stig. Hápunktur mótsins var keppni í 4x100m blönduðu boðhlaupi en þá þurfa sveitirnar að vera skipaðar bæði piltum og stúlkum. Að hafa boðhlaupið blandað gefur fámennari liðum kost á að ná í sveit og það voru 8 sveitir frá fimm félögum sem tóku þátt. Sveit Selfoss A sigraði hlaupið, Dímon B var í öðru sæti og Selfoss B í því þriðja.

Næsta HSK mót er Héraðsmót fullorðinna 15.-16. Júlí en mesta spennan er fyrir Meistaramóti Íslands aðalhluta sem fer fram á Selfossvelli 22.-24. júlí en HSK heldur mótið.

Mynd: Sigurlið Selfoss

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is