Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

 

30. ágúst 2013

HSK sendir harðsnúið lið til leiks

Um helgina fer fram Bikarkeppni FRÍ á Laugardalsvelli. HSK sendir harðsnúna sveit til leiks og er stefna liðsins að stríða þeim liðum sem hafa verið í efstu sætunum síðust ár, ÍR, FH, UFA. Frjálsíþróttasumarið hjá HSK hefur gengið vel, en eins og kannski margir muna þá sigraði HSK stigakeppni Landsmótsins sem haldið var á Selfossi í sumar með glæsibrag eftir góða keppni  við lið ÍR. Í Bikarkeppninni er keppt í 37 greinum, 18 greinum hjá konum og  19 hjá körlum en hvert félag sendir einn keppanda í hverja grein. HSK hefur á að skipa sterku liði sem samanstendur af afreksfólki, ungum og efnilegum einstaklingum sem eru að stíga sín fyrstu skref og svo gömlum jöxlum.

Gaman verður að fylgjast með okkar keppendum. Mikið mun mæða á okkar sterkasta fólki eins og Fjólu Signýju sem keppir í 8 greinum, þar á meðal í sínum sterkustu greinum grindahlaupunum og hástökki þar sem hún verður í baráttu um sigur,  Halla Einars sem keppir í 6 greinum, spretthlaupunum og þrístökki ásamt boðhlaupum þar sem hann á eftir að gera góða hluti, Kristni Þór sem ósigraður er í 800m og 1500m hlaupum í sumar en hann keppir í 4 greinum sem og Eva Lind sem hefur verið að bæta sig í sleggjukasti  í sumar en auk þess keppir  hún í  spjótkasti og boðhlaupum. Þá mun Hreinn Heiðar Jóhannsson keppa í hástökki en hann er nýbúinn að stökkva 1,98m sem gæti verið sigurhæðin í ár. Svo má ekki gleyma jöxlunum sem vafalítið eiga eftir að láta sér yngri keppendur  finna fyrir sér. Hér erum við að tala um Landsmótsmeistara kvenna í kúluvarpi, Ágústu Tryggvadóttur og í  kringlukasti  Guðbjörgu Viðarsdóttur, Ólaf Guðmundsson Íslandsmeistara í 110m grindahlaupi og Jón Arnar Magnússon sem keppir í kúluvarpi.

Það hefur verið venja á Bikarkeppnum og Landsmótum að klapplið HSK gjörsigri alla aðra í stúkunni. Á því verður engin breyting nú og hvet ég því alla sem vettlingi geta valdið að mæta í stúkuna og styðja HSK í erfiðri en skemmtilegri keppni. Þetta er síðasta stórmót sumarsins í frjálsum og að sjálfsögðu endum við það með stæl.

Áfram HSK.
Ólafur Guðmundsson liðsstjóri.

Viðburðir

  • 15.07.2025 Héraðsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum
  • 15.07.2025 Héraðsmót HSK í frjálsum íþróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

15.05

Sund, héraðsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, héraðsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, héraðsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Héraðsmótið í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, héraðsmót fatlaðra

15.07

Frjálsar, héraðsmót

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is