Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

11. júní 2024

90 keppendur skráđir til leiks á HSK mótin í frjálsum 14 ára og yngri

Héraðsleikar HSK í frjálsum 10 ára og yngri verða haldnir á Selfossvelli í dag, þriðjudag og hefst keppni kl. 17:30. 46 keppendur eru skráðir til leiks.

Aldursflokkamót HSK fyrir keppendur 11- 14 ára hefst á sama tíma í dag og verður svo framhaldið á morgun á sama tíma. 43 keppendur eru skráðir á aldursflokkamótið.

 

Keppnisgreinar:

Aldursflokkamót HSK- fyrri keppnisdagur

Stúlkur og piltar 14 ára:600 m hlaup - 80m grindahlaup- hástökk – spjótkast.

Stúlkur og piltar 13 ára: 600 m hlaup - 60m grindahlaup- hástökk – spjótkast.

Stúlkur og piltar 12 ára: 600 m hlaup - 60m grindahlaup- langstökk – kúluvarp kk – spjótkast kvk.

Stúlkur og piltar 11 ára: 600 m hlaup - langstökk – kúluvarp kk – spjótkast kvk.

 

Aldursflokkamót HSK- seinni keppnisdagur

Stúlkur og piltar 14 ára:100 m hlaup - 4x100 m boðhlaup - langstökk - hástökk - kúluvarp.

Stúlkur og piltar 13 ára: 100 m hlaup – langstökk- hástökk - kúluvarp.

Stúlkur og piltar 12 ára: 60 m hlaup - hástökk – kúluvarp kvk – spjótkast kk.

Stúlkur og piltar 11 ára: 60 m hlaup - hástökk – kúluvarp kvk – spjótkast kk.

 

Héraðsleikar HSK

Stúlkur og piltar 10 ára: 60 m - 400 m- langstökk  - kúluvarp- hástökk.

Stúlkur og piltar 9 ára: 60 m - 400 m- langstökk  - kúluvarp.

Stúlkur og piltar 8 ára og yngri: 60 m – 400m- langstökk- kúluvarp

 

Á héraðsleikum fá allir krakkarnir þrjú stökk í langstökki og kasta tvisvar sinnum tvö köst í kúluvarpi í einu en aðeins lengra kastið er mælt í hvorri umferð. Tímaseðillinn á héraðsleikunum verður fljótandi og reynt að koma í veg fyrir langa bið.

 

Verðlaun á héraðsleikum og aldursflokkamóti

Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú fyrstu sætin í hverri keppnisgrein á aldursflokkamótinu í frjálsum. Á héraðsleikunum fá allir þátttakendur viðurkenningu fyrir þátttökuna. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir sigur í stigakeppni félaga á aldursflokkamótinu og sigur kk og kvk samanlagt í hverjum aldursflokki.

 

Starfsmenn mótsins

Við ætlum að hafa sama hátt á mótinu og var á héraðsleikum og aldursflokkamóti innanhúss í vetur. Frjálsíþróttaráð mun útvegar greinastjóra á mótið en foreldrar eiga svo að bjóða fram aðstoð fyrir upphaf hverrar greinar ef þeir geta starfað við hana. Þannig geta foreldrar fylgt sínu barni eftir en samt hjálpað til við framkvæmd mótsins. Þetta fyrirkomulag gekk vel í vetur og mun vonandi gera það aftur.

 

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is