Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

30. október 2024

Keppendur HSK unnu átta verđlaun á Iceland Open í glímu og hryggspennu

Iceland Open í glímu og hryggspennu í unglinga- og fullorðinsflokkum fór fram um nýliðna helgi í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Þrír keppendur kepptu frá HSK, þau Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Gústaf Sæland og Björn Mikael Karlsson. Þau stóðu sig vel og komust átta sinnum á verðlaunapall með þrjú gull, þrjú silfur og tvö brons

Á föstudagskvöldi var æfing í hryggspennu sem glímufólk keppir í ef það ferðast erlendis til að keppa.

Á laugardeginum var keppt í glímu. Heiðrún Fjóla keppti í tveimur flokkum, +75kg flokki kvenna og opnun flokki kvenna, hún hafnaði í 2. sæti í þeim báðum. Gústaf keppti einnig í tveimur flokkum, -84kg flokki karla og opnum flokki karla, hann varð í 3. sæti í þyngdarflokknum og varð annar í opnum flokki.

Að loknu móti var önnur æfing í hryggspennu, hópurinn skellti sér síðan í sund og út að borða saman.

Á sunnudeginum var keppt í hryggspennu. Heiðrún gerði sér lítið fyrir og vann bæði +75kg flokk kvenna og opna flokk kvenna. Gústaf skráði sig í þrjá flokka, hann sigraði -84kg flokkinn sem var fjölmennasti flokkur mótsins, varð í 4. sæti í +84kg flokki karla og í 3. sæti í opnum flokki karla. Björn Mikael skráði sig óvænt til leiks í hryggspennu og varð í 4. sæti í sínum riðli í -84kg flokki karla.

Næsti viðburður í glímu eru æfingabúðir fyrir öll þau sem hafa áhuga á að prófa eða æfa glímu. Æfingabúðirnar fara fram helgina 15.-17. nóvember í Reykholti. Hægt er að fylgjast með mótum og viðburðum Glímusambands Íslands á Facebook og Instagram.

Ef einhver hefur áhuga á að prófa glímu eru æfingar á nokkrum stöðum á Suðurlandi og hægt að nálgast æfingatíma á samfélagsmiðlum og á heimasíðu sambandsins www.glíma.is.

 

Mynd: Heiðrún Fjóla og Gústaf unnu til fjölda verðlauna á mótinu

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is